Byrjandablogg

Hef áhveðið að vera ekki undir nafni. en mig langar að skrifa það sem sem ég er að ganga í gegnum núna.

ég er nýlega greynd með kvíða og þunglyndi, og bæði eru á mörkunum að vera slæmt og að vera alvarlegt. það er mikið sjokk að komast að þessu. vissi vel að ég var með einhvert þunglyndi sem ég hef verið að glíma við í mörg ár en ekki að það væri svona slæmt. og ég vissi vel að ég væri með kvíða, fekk oft prókvíða og þannig. núna undafarið hef ég alltaf fengið magakrampa sem ég tengdi við kvíða.

svo byrjaði það á sunnudaginn að ég að ég fekk svima sem er búið að vara síðan. kíkti til læknis í gær þar sem blóðþrístingurinn rauk upp og svo féll hann. læksta mæling var 64/45 en hæðsta var 178/156 og ég hélt í alvöru að ég væri að fá hjartaáfall og ég væri við það að deyja. en svo var ekki. fór í hjartalínurit sem sýndi að ég hef stert og gott hjarta. ég er víst búin að vera í slæmu kvíðakasti. enda ekkert skrítið þar sem líf mitt er búið að vera fyrir miklum áföllum bara núna síðustu 6 mánuðina.

en ég vona að ég nái að skrifa allt sem ég get her inn. vona að einhver nenni að lesa ruglið í mér.

en skrifa meira næst.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband